JA lögmenn lögmannstofa lögmaður

Slysabætur

JA lögmenn hafa áratuga langa reynslu af innheimtu slysabóta. Við leggjum okkur fram við að ná sem mestum árangri fyrir viðskiptavini okkar. Þar sem þóknun er að öllu leyti árangurstengd þá kemur einungis til greiðslu hennar þegar slysabætur hafa verið innheimtar.

Ekki hika – Kannaðu rétt þinn strax.

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.

Bótaréttur

Við hjá JA lögmönnum höfum áratuga reynslu við að hjálpa skjólstæðingum okkar sækja bætur. Hvort sem um sé að ræða vinnu-, umferða- eða frístundaslys þá skapast oft bótaréttur. Þá skapast einnig oft bótaréttur verði maður fyrir líkamsáras eða læknamistökum. Þó getur rétturinn verið mismunandi eftir því hvernig slys sé um að ræða. Mikilvægt er að kanna rétt sinn sem fyrst og tryggja að bótaréttur fyrnist ekki vegna skorts á gögnum. Afar mikilvægt er því að:

Skrá atvik
Skráning atvika getur skipt sköpum árangursríka hagsmunagæslu lögmanns fyrir tjónþola. Mikilvægt er að allar upplýsingar um atvikið séu skráðar og varðveittar með sem nákvæmustum hætti.
Sækja læknisaðstoð
Nauðsynlegt er að leita sem fyrst til læknis og lýsa nákvæmlega öllum áverkum og einkennum. Þetta þarf að gera svo þessar upplýsingar séu skráðar í sjúkraskrá.
 
Bókhald

Halda þarf utan um allann kostnað sem kann að falla í kjölfar slyss. Hér má meðal annars nefna kvittanir og reikningar  vegna læknisheimsókna, sjúkraþjálfara og lyfjakostnað.

Vinnuslys

Slys sem eiga sér stað í vinnu eða á beinni leið til eða frá vinnu skapa bótarétt úr launþegnatryggingu sem vinnuveitanda er skylt að hafa. Þá getur einnig myndast réttur á bótum úr Sjúkratryggingum Íslands.

Ef rekja má tildrög slyssins til atvinnurekanda, t.d. vegna mistaka/gáleysis samstarfsmanna eða vegna vanbúnaðar, þá getur myndast réttur til bóta úr ábyrgðartryggingu atvinnurekanda.

Mikilvægt er að vinnuslys séu tilkynnt Vinnueftirliti Ríkissins, því ef það er ekki gert getur réttur til bóta fyrnst. Mikilvægt er að leita aðstoðar lögmanns sem fyrst eftir vinnuslys svo hægt sé að fylgja málinu eftir á réttan máta.

Umferðaslys

Það skiptir því ekki máli hvort þú varst í rétti eða órétti, hafir þú orðið fyrir líkamstjóni í umferðaslysi þá leiðir það til bótarétts. Það á einnig við þó um sé að ræða mótorhjóla-, fjórhóla- eða vélsleðaslys. Ökumaður, farþegar og aðrir sem verða fyrir tjóni af völdum umferðaslyss eiga að fá tjón sitt að fullu greitt.

Eftir umferðaslys er mikilvægt að skýrsla sé gerð. Þá er einnig mikilvægt að slysið sé tafalaust tilkynnt til tryggingafélags og mikilvægt er að fara í læknisskoðun sem fyrst eftir slys og skrá allt líkamstjón.

Önnur slys

Líkamsmein sem má rekja til læknamistaka, líkamsárasa eða slysa í frítíma, geta einnig skapað bótarétt. 

Mikilvægt er að leita aðstoðar lögmanns svo hægt sé að fara yfir hvort réttur til bóta sé til staðar.