Gjaldskrá
-
- Starfsmenn JA Lögmanna vinna á tímagjaldi fyrir viðskiptavini lögmannsstofunnar nema sérstaklega sé samið um annað. Tímagjald hæstaréttarlögmanna er 37.000 kr. á klukkustund auk virðisaukaskatts. Lágmarks tímaeining fyrir vinnu starfsmanna stofunnar er 15 mínútur og hleypur á 15 mínútum eftir það. Símtöl og tölvupóstsamskipti teljast til unninna stunda hjá starfsmönnum og er lágmarkseining fyrir slík samskipti 15 mínútur. Lágmarksútkall er 4 vinnustundir. Sérstök athygli er vakin á því að kostnaður og þóknun lögmannsstofunnar kann að vera mun hærri en málskostnaðarákvörðun dómara. Ákvörðun dómara á málskostnaði hefur þannig ekki áhrif á ákvörðun þóknunar gagnvart viðskiptavinum vegna málflutnings.
- Allur útlagður kostnaður máls greiðist af viðskiptavinum, t.d. réttargjöld, kærumálskostnaður, matskostnaður, kostnaður vegna skjalaþýðinga, aðkeyptar mætingar, ferða – og dvalarkostnaður.
- Þóknun fyrir umsýslu eða aðstoð við kaup eða sölu á fasteignum, fyrirtækjum eða öðrum eignum í heild eða að hluta er 3% af söluverði. Þóknun fyrir gerð leigusamnings er sem nemur eins mánaðarleigu auk virðisaukaskatts.
- Gjaldskrá þessi telst hluti af samningi um rekstur máls. Til viðbótar við ofanritað tekur lögmannsstofan 10% af öllum kröfum sem innheimtast vegna málareksturs hennar á hvaða stigi sem er, hvort sem er við dóm, úrskurð eða með samningum.
- Þóknun fyrir skjalagerð, svo sem við stofnun félaga, gerð erfðaskrár, kaupmála, tryggingabréfa, skuldabréfa og veðleyfis er 50.000 kr. auk umsamins tímagjalds.
- Lögmannsstofan áskilur sér rétt til að krefjast fyrirframgreiðslu áður en verk hefst, greiðslu jafn og þétt á meðan verki stendur eða eftir öðrum umsömdum hætti.
- Viðskiptamaður á rétt á að frá yfirlit úr tímaskrá lögmanns sem liggur að baki reikningi óski hann þess.
- Viðskiptamanni ber að kynna sér ákvæði þessarar gjaldskrár. Hann er ábyrgur fyrir greiðslu þóknunar og útlagðs kostnaðar, hvort sem hún fæst greidd úr hendi gagnaðila eða ekki, nema sérstakt samkomulag sé gert um annað.
- Gjaldskrá þesi tekur breytingum 1. janúar ár hvert.